19/04/2024

Grillveisla á Lækjarbrekku

Börnin og starfsfólkið á leikskólanum Lækjarbrekku tóku sig til á föstudaginn og héldu heilmikla grillveislu við upphaf Hamingjudaga á Hólmavík. Þar fengu börnin andlitsmálningu og breyttust í tígrisdýr, hestamaður kom í heimsókn og þau fóru í leiki áður en hafist var handa við að hesthúsa nýgrilluðum hamborgurum. Ljómandi gott veður var þegar ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is kom í heimsókn.

Á Lækjarbrekku er gaman – ljósm. Jón Jónsson