22/12/2024

Grásleppuveiðin hafin frá Drangsnesi

Nú eru nokkrir bátar frá Drangsnesi farnir að vitja um grásleppunetin og eru menn sáttir við veiðina það sem af er. Tíðarfarið hefur ekkert verið að leika við sjómennina frekar en síðustu mánuði, en elstu menn muna ekki jafn óstillt veður til sjávarins og verið hefur í vetur, en vorið fylgir grásleppuni og eiga menn von á sérlega góðu sumri.

Ljósm. Óskar Torfason