22/12/2024

Grásleppuveiði hefur gengið vel á Ströndum

Grásleppuveiði hefur gengið vel á Ströndum í vor og hefur afli verið með afbrigðum góður. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is skrapp niður á höfn á Hólmavík og hitti þar áhöfnina á Hlökk St-66 sem var að gera klárt á línu eftir vel heppnaða grásleppuvertíð. Þeir félagar sögðust hafa fengið um 120 tunnur af söltuðum hrognum og óvenju mikið af skötusel, allt upp í 10 fiska í umvitjun, en slíkur fiskur sást ekki í Húnaflóa hér áður fyrr. Einnig fengust 2 hákarlar, annar svokallaður kettlingur.

Ljósmynd Ben. S. Pétursson