30/04/2024

Vegurinn í Staðardal opnaður um hádegi

IMG_6453

Rúta með um 60 farþega, aðallega nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, er væntanleg til Hólmavíkur um hádegisbil. Þá ætti að verða mögulegt að aka yfir skarðið í veginn í Staðardal, rétt innan við vegamótin að Drangsnesi, en viðgerð hefur staðið yfir þar í morgun. Ungmennin hafa beðið í Staðardal í alla nótt, en tekið verður á móti hópnum í félagsheimilinu á Hólmavík. Mikil vinna er hins vegar framundan við að fylla í skarðið í veginum við Hvítá sem rennur í Skeljavík, rétt utan eða sunnan við Hólmavík. Auk tjóns á vegum flæddi víða inn í hús í vatnavöxtunum í gær og nótt, bæði í dreifbýlinu, Drangsnesi og Hólmavík.

IMG_6436 IMG_6459 IMG_6466 IMG_6471 IMG_6496

Vatnavextir á Ströndum – Ljósm. Jón Jónsson