22/12/2024

Góugleði á Hólmavík um næstu helgi

Árleg Góugleði er fyrirhuguð á Hólmavík um næstu helgi, laugardagskvöldið 1. mars, og hefst borðhald kl. 20:00. Enn eru nokkrir miðar fáanlegir á þessa frábæru skemmtun, þar sem mikið verður um dýrðir. Café Riis sér um veisluborðið og Skógarpúkarnir spila fyrir dansi, en auk þess verða að vanda stórbrotin og þaulæfð skemmtiatriði í höndum nefndarinnar, þar sem helstu atburðir ársins verða sýndir í spéspegli. Þeir sem vilja krækja í miða skulu hafa samband við Steina Orkubús í síma 863-9113 eða hestamanninn Victor í síma 862-3263.