Categories
Frétt

Góugleði á Hólmavík frestað um viku

Árlegri Góugleði sem halda átti á Hólmavík á laugardaginn hefur nú verið frestað um viku og verður haldin laugardaginn 6. mars. Veðurspá er ekki góð og ófærð hefur sett strik í reikninginn og sú staðreynd að hvorugur vegurinn til Hólmavíkur frá hringveginum er mokaður á laugardögum bætir ekki úr skák. Góunefndin vill koma því á framfæri að þeir sem hafa þegar keypt miða geta haldið þeim og þeir gilda um næstu helgi. Hægt er að bæta við skráningum á gleðskapinn eða afskrá sig hjá Kela í síma 865-6170.