25/04/2024

Góður árangur Strandamanna í stærðfræðikeppni

Þrír efstu í 8. bekk, Dagrún og Arnór til hægriÍ vor fóru 8 nemendur frá Grunnskólanum á Hólmavík á Akranes og tóku þar þátt í Stærðfræðikeppni Vesturlands með jafnöldrum sínum af öllu Vesturlandi. Fjórir nemendur skólans náðu þeim góða árangri að komast í hóp 10 efstu nemenda í sínum aldursflokki í keppninni og var boðið í móttöku vegna þess þar sem verðlaun og viðurkenningar voru afhent. Í 8. bekk náði Arnór Jónsson 1. sæti í keppninni og Dagrún Kristinsdóttir varð í 3. sæti. Í 9. bekk náði Agnes Björg Kristjánsdóttir 7. sæti og Dagrún Ósk Jónsdóttir lenti í sama sæti í 10. bekk. Um það bil 150 börn taka þátt í keppninni árlega.