10/09/2024

Góðar gjafir frá Lionsklúbbnum

Í nýútkomnu fréttabréfi Lionsklúbbs Hólmavíkur kemur fram að nýverið afhenti klúbburinn Heilbrigðis-stofnuninni á Hólmavík kvenskoðunarbekk sem kostaði 460 þúsund. Söfnunin fyrir þessum bekk stendur enn yfir og þeim sem áhuga hafa á að styrkja verkefnið er bent á Jón E. Alfreðsson gjaldkera klúbbsins. Í sumar gaf Lionsklúbburinn einnig hjartastuðtæki að andvirði 260 þúsund sem staðsett er í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík. Nokkrir aðilar styrktu það verkefni með Lionsklúbbnum, m.a. Kvenfélagið í Kirkjubólshreppi, Sparisjóður Strandamanna og Kb-banki.

Í fréttabréfinu kemur fram að Lionsklúbbur Hólmavíkur er að verða 45 ára gamall, var stofnaður í febrúar 1961. Í stjórn klúbbsins nú eru Þorsteinn Sigfússon formaður, Ásdís Leifsdóttir ritari og Jón E. Alfreðsson gjaldkeri.