01/05/2024

Góð mæting á upplestur hjá Hrafni Jökuls

Góð mæting var á upplestur hjá Hrafni Jökulssyni á Héraðsbókasafninu á Hólmavík á dögunum, þegar hann mætti til að lesa upp úr bók sinni: Þar sem vegurinn endar. Bókin hefur selst afbragðsvel, vakið mikla athygli og fengið góða dóma. Sögusvið hennar er Árneshreppur á Ströndum, en Hrafn er nú búsettur þar. Milli 40-50 manns mættu á bókakvöldið, en auk upplestursins var boðið upp á kaffi og piparkökur á meðan gestir spjölluðu saman og Kristján Sigurðsson flutti nokkur jólalög áður en lesturinn hófst.

Upplestur á Héraðsbókasafninu – Ljósm. Dagrún Ósk