23/12/2024

Gjafavöruverslun opnuð á Hólmavík

Það er ekki á hverjum degi sem ný verslun tekur til starfa á Ströndum, en sú er þó raunin í dag þegar ný gjafavöruverslun verður opnuð að Lækjartúni 13 á Hólmavík. Verslunin hefur fengið nafnið ÁS og verður hún opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:00-18:00, föstudaga frá 11:00-19:00 og laugardaga frá 13:00-19:00. Símanúmer verslunarinnar eru 451-3463 og 846-0669, en viðskiptavinir beðnir að athuga að ekki er tekið við greiðslukortum enn sem komið er.