22/12/2024

Gamlársmót í innanhúsbolta

Gamlársdagsmót í innanhúsbolta verður haldið öðru sinni í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík nú á gamlársdag. Hefst mótið kl. 11:00 um morguninn og eru lið og einstaklingar sem vilja vera með hvattir til að mæta á svæðið, en þeir sem ekki tilheyra ákveðnu liði verður raðað í lið á staðnum. Keppt er um bikar sem Flosi Helgason gaf um síðustu áramót og er hann varðveittur í Íþróttamiðstöðinni á milli móta. Myllan gefur gestum Íþróttamiðstöðvarinnar bakkelsi með kaffinu á gamlársdag. Þátttökugjald í boltanum er kr. 500.- á mann.