26/12/2024

Galdrasögur vinsælar

StrandanornirÍ fréttatilkynningu frá Landskerfi bókasafna kemur fram að bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir var sú barnabók sem hvað oftast var lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins á árinu 2004. Bókin sem gerist hér á Ströndum er í öðru sæti á lista yfir barnabækur, en það er aðeins ritröðin Gæsahúð sem oftar var lánuð en það er ritröð með 7 bókum. Strandagaldur er nú að hefja af krafti kynningu á samkeppni um galdrasögur og ljóð eftir börn á aldrinum 8-12 ára, enda virðist áhugi á þess háttar bókmenntum aldrei hafa verið meiri.

Sögukeppni Strandagaldurs stendur í vetur, en frestur til að skila sögum í keppnina er fram í maí. Sögurnar mega gjarnan vera myndskreyttar, en það er þó ekki skilyrði. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt sendi sögurnar sínar á:

Galdrasýning á Ströndum
Höfðagata 8-10
510 Hólmavík

Strandagaldur stendur fyrir keppninni í samstarfi við Eddu útgáfu. Sérvalin dómnefnd fer yfir sögur sem berast í keppninni og er Kristín Helga einmitt formaður hennar. Vegleg verðlaun verða síðan veitt í sumarbyrjun.

Kristín Helga á bókakvöldi á Hólmavík síðasta vetur – ljósm. Jón Jónsson