
Á kaffihlaðborðinu verður m.a. boðið upp á skúffukökur, kleinur og pönnukökur og enn vantar fleiri hendur til að leggja fram eitthvað af þessu þrennu. Eftir helgi verður farið með skráningarlista vegna baksturs á stærstu vinnustaðina og einnig er hægt að hafa samband við Valdemar, Kristínu (sími 451-3585 og 867-3164, netfang stina@holmavik.is) eða Hrafnhildi í undirbúningsnefndinni.