15/01/2025

Galdraráðstefna á Ströndum

Ráðstefna um galdra verður haldin á Laugarhóli í Bjarnarfirði 1.-2. september 2006. Ber hún yfirskriftina Galdur og samfélag frá miðöldum til upplýsingar. Ráðstefnan er haldin á vegum verkefnsins Vestfirðir á miðöldum sem Strandagaldur er þátttakandi í, en að því standa einnig Hugvísindastofnun HÍ (Miðaldastofa), Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder i Osló, Fornleifastofnun Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða, Byggðasafn Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, Menntaskólinn á Ísafirði og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Ætlunin er að ræða samspil galdra og samfélags fyrr á öldum og þá galdramenningu sem þreifst á Vestfjörðum.

Þeir sem áhuga hafa á að halda fyrirlestur á ráðstefnunni eru beðnir um að senda inn ágrip til Magnúsar Rafnssonar hjá Strandagaldri (arnlin@snerpa.is) eða Torfa H. Tulinius hjá Hugvísindastofnun (tht@hi.is),
fyrir 20. mars 2006. Síðan verður haft samband við umsækjendur í byrjun apríl.