19/04/2024

Fyrstu hvalirnir farnir að láta sjá sig

Fyrstu hvalir ársins eru farnir að láta sjá sig en tilkynning barst skráningarkerfi WOW! um þrjá höfrunga framan við Fiskmarkaðinn á Hólmavík í gærdag. Miðað við tilkynningar frá íbúum við Steingrímsfjörð sem hafa borist um hvalakomur á á fjörðinn þá hefur verið lítið um hvali síðan í nóvember en þá bárust fimm tilkynningar um 23 hvali. Síðasta sumar leið vart sá sá dagur að ekki væri hvalur á firðinum. Stefnt er að því að halda áfram næstu þrjú til fjögur ár að taka á móti tilkynningum til að reyna að sjá hvaða tíma árs er helst von til að sjá hvali í firðinum.

Í framhaldi af því er ætlunin að koma upp nokkrum "útkíkkistöðvum" fyrir ferðamenn og aðra að fylgjast með ásamt að fræðast um annað náttúrulíf við fjörðinn. Heimasíða verkefnisins er www.galdrasyning.is/wow og hægt er að tilkynna um hvalasýn með því að smella hér eða á sérstakan tengil hér vinstra megin á síðunni.