22/12/2024

Furðuleikar á Ströndum í dag

Dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík heldur áfram af fullum krafti í dag eftir góðan dag í gær. Furðuleikarnir í Sævangi verða haldnir á eftir og hefjast klukkan tvö. Þar er keppt í margvíslegum furðugreinum og fá allir sem áhuga hafa að vera með, ungir sem aldnir. Til dæmis er keppt í öskri, belgjahoppi, kvennahlaupi (þar sem karlarnir hlaupa með konur sínar), skítkasti, ruslatínslu og fleiru. Hinn sívinsæli trjónufótbolti er meðal sýningargreina og kaffihlaðborð verður á boðstólum í kaffistofunni. Frítt er inn á svæðið en selt á kaffihlaðborðið og sögusýninguna.

 Fleira er á dagskránni í dag, messa er nýhafin í Hólmavíkurkirkju og kl. 13.00 hefst golftmót á Skeljavíkurvelli. Klukkan eitt er einnig draugadagur á Galdrasýningunni þar sem galdramaður af Ströndum kveður niður draug með aðstoð áhorfenda.