12/12/2024

Fundur um Perluna á þriðjudag

Boðað hefur verið til nýs fundar um þátttöku Strandamanna á stórsýningunni Perlan Vestfjarða sem haldin verður í vor syðra. Fundurinn verður haldinn á Café Riis á Hólmavík næsta þriðjudag kl. 17:00 og eru allir sem áhuga hafa á þátttöku í sýningunni hvattir til að mæta. Á fundinum verður lagt á ráðin og skrafað og skeggrætt um með hvaða hætti Strandamenn geti kynnt svæðið með áberandi og eftirminnilegum hætti. Viktoría Rán Ólafsdóttir atvinnufulltrúi fer fyrir hópnum og samræmir aðgerðir við undirbúninginn. Reiknað er með að búið verði að opna veginn úr Árneshreppi þegar fundurinn verður haldinn.

Það er nauðsynlegt að kíkja við í Minja- og handverkshúsinu Kört þegar maður heimsækir Trékyllisvíkina.