07/10/2024

Fullt hús á Friðarbarninu

Söngleikurinn Friðarbarnið var sýndur í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi í gærkvöld og var honum sérstaklega vel tekið. Drangsnesingar mættu vel og skemmtu sér hið besta, enda sýningin ljómandi góð. Aðstandendur Friðarbarnsins og leikhópurinn vill koma á framfæri þökkum til áhorfenda hér fyrir norðan og syðra fyrir frábærar móttökur. Einnig fá gestaleikararnir Árný Huld Haraldsdóttir á Hólmavík, Pálína Hjaltadóttir í Árnesi, Harpa Hlín Haraldsdóttir í Reykjavík og Aðalbjörg Óskarsdóttir á Drangsnesi kærar þakkir. Loks fá Björn og Badda á Melum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur í Árneshreppi.

Frá sýningunni á Drangsnesi – ljósm. Jenný Jensdóttir