28/05/2024

Fullt af nýjum bókum!

Heilmikið af nýjum bókum er nú komið í Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Því er um að gera að líta í heimsókn á safnið sem allra fyrst, ef menn vilja tryggja sér bókajól. Það eru væntanlega býsna margir Strandamenn sem þekkja fátt betra en að lesa um leið og þeir maula konfektið og smákökurnar um jólin.

Bókasafnið sem er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík er opið alla virka daga í þessari viku frá kl. 8:40-12:00. Auk þess verður opið fyrir jól fimmtudaginn 16. des. frá 20:00-21:00, laugardaginn 18. des. frá 14:00-15:00 og miðvikudaginn 22. des. frá 20:00-21:00. Allir geta gerst félagar í bókasafninu fyrir árgjald sem er 2.500 krónur.

Milli jóla og nýárs verður síðan opið miðvikudaginn 29. des. frá kl. 20:00-21:00.  

Vef Héraðsbókasafns Strandasýslu er að finna á þessari slóð.