23/12/2024

Fullbókað á Svanavatnið

Svanasöngur í heiðiFjöldi af álftum heldur nú til í Tungugrafarvogum, rétt norðan við Húsavík við Steingrímsfjörð, eins og jafnan vor og haust. Þegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson – átti leið þar hjá með myndavélina í gærkvöld voru þar 68 álftir sem héldu sig í þéttum hópum ofan við veginn. Kalt var í veðri og láku ófáir sultardropar úr nefinu á meðan myndavélin var munduð. Álftirnar kölluðust á af miklum móð meðan myndatökumaðurinn staldraði við og létu ófriðlega. Nokkrum myndum var líka smellt af innan við Hrófá þar sem gæsir og álftir sátu saman í fjöruborðinu.

Ljósm. Jón Jónsson