24/07/2024

Bæjarhátíð á Hólmavík í sumar

Frá Furðuleikum Sauðfjársetursins 2004Nýlega skipuð Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps hefur ákveðið að halda bæjarhátíð á Hólmavík í sumar og hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps lagt blessun sína yfir þá ákvörðun. Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að hátíðin verður haldin helgina 24.-26. júní og jafnhliða auglýsir Menningarmálanefnd eftir framkvæmdastjóra fyrir hátðíðahöldin. Áætlaður starfstími verður samkvæmt samkomulagi, en undirbúningur þarf að hefjast fljótlega. Ljóst er að hafa verður hraðar hendur við undirbúning en umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra rennur út klukkan 15:00 þann 14. apríl næstkomandi og skal umsóknum skilað á skrifstofu Hólmavíkurhrepps.