09/09/2024

Strandabyggð styrkir sjávarrannsóknir

Við Steingrímsfjörð - ljósm. Sigurður AtlasonÁ síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekin fyrir styrkbeiðni frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða vegna fyrirhugaðra sjávarrannsókna í Steingrímsfirði árið 2010. AtVest hafði farið þess á leit að sjávarrannsóknir á Steingrímsfirði væru styrktar um 350 þúsund, en Hafrannsóknarstofnun og heimamenn standa að rannsóknunum ásamt AtVest. Meta á burðarþol fjarðarins og endurnýjun sjávar með tilliti til kræklingaræktar og fiskeldis. Tillaga kom um að styrkja verkefnið um 200.000 kr. og var hún samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en tveir vildu verða við erindinu og veita umbeðinn stuðning.