23/12/2024

Fuglaskilti afhjúpuð í Heydal

Átta upplýsingaspjöld um fugla sem búa í ævintýradalnum Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi verða formlega vígð hjá Ferðaþjónustunni Heydal kl. 14:30 á sunnudaginn. Að lokinni vígslu verður boðið í fuglaskoðun og er viðburðinn sniðinn að fjölskyldunni allri. Jafnframt verður sett af stað tvenns konar samkeppni tengd fuglunum í Heydal, annars vegar ljósmyndakeppni þar sem fuglar eru festir á mynd og hins vegar ljóðasamkeppni þar sem fuglar eru yrkisefnið. Skilafrestur í samkeppnunum er til 20. júlí.