26/12/2024

Frjálsar á Sævangsvelli í sumar

HástökkUngmennafélagið Hvöt mun bjóða upp á æfingar í frjálsum íþróttum tvisvar í viku í sumar á Sævangsvelli. Í tilkynningu kemur fram að æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum og standa yfir frá 20:30-21:30 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.000.- á mann og þjálfari er Sigríður D. Þórólfsdóttir. Fyrsta æfinginn verður miðvikudagskvöldið 4. júní kl. 20:30.