01/05/2024

Friðarhlaupið á Ströndum miðvikudaginn 3. júlí


Friðarhlaupið sem er alþjóðlegt hlaupaverkefni kennt við Sri Chinmoy verður á Ströndum miðvikudaginn 3. júlí og vill bjóða íbúum og gestum að taka þátt í friðarhlaupinu og í framhaldi af því friðarathöfn og plöntun á friðartré. Fram kemur í tilkynningu að tvö lið eru í gangi í einu og leggur annað af stað frá Hólmavík klukkan 11:00 og hleypur á Drangsnes og heldur svo áfram þaðan í Árneshrepp. Hitt liðið kemur hlaupandi frá Hrútafirði til Hólmavík og kemur til þangað klukkan 15:00. Þá verður friðarathöfnin á Hólmavík og plantað friðartré á blettinum neðan við vitann og eru allir hjartanlega velkomnir.

Friðarhlauparar hvetja heimafólk, ekki síst krakka, til að slást í för með sér síðasta spölinn og hlaupa með þeim inn á Hólmavík. Eftirfarandi eru rástímar í hlaupinu að Hólmavík. Þeir sem vilja hlaupa lengra geta haft samband eða hitt hlaupara fyrr á leiðinni. Þá skal hafa samband við Torfa Suren Leósson s. 697-3974:

Afleggjari við Hrófá kl. 14:10 5,5 km
Golfvöllur kl. 14:30 3,0 km
Vegamótin kl. 14:50 0,5 km

Sjá nánar á www.fridarhlaup.is.