22/12/2024

Fréttir af færð á vegum

Af færð á vegum á Ströndum nú kl. 9:00 á föstudegi er það að segja að fært er á milli Hólmavíkur og Drangsnes, snjór á vegi. Fært er til Ísafjarðar, hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og skafrenningur. Ófært er í Árneshrepp og Bjarnarfjörð. Arnkötludalur er ófær og vegurinn þar hefur ekki verið opnaður síðustu daga. Þungfært er frá Hólmavík að Broddanesi og ófært um Ennisháls, Bitru og Stikuháls. Fréttaritari hefur spurnir af því að flutningabíll hafi verið fastur á Ennishálsi í gærkvöld og er líklega fastur þar enn, fyrst vegurinn er lokaður. Fjöldi fólks gisti á Ströndum, m.a. hópar unglinga í íþróttaferðum. Greiðfært er um Hrútafjörð.