26/12/2024

Fréttatilkynning frá Leikfélagi Hólmavíkur

Úr myndasafni LeikfélagsinsÁ aðalfundi Leikfélags Hólmavíkur sem haldinn var nýlega, var samþykkt að endurvekja félagatal Leikfélagsins. Þeir sem vilja verða skráðir leikfélagar eru því beðnir að senda tölvupóst til ritara leikfélagsins á svanajon@holmavik.is og verða þeir einnig settir á póstlista félagsins. Ef menn hafa ekki aðgang að tölvu og sjá þarafleiðandi ekki þessa tilkynningu, geta þeir hringt í Svanhildi Jónsdóttur ritara (s: 451-3178) þegar þeir frétta af þessu og verða þá skráðir félagar. Einnig langar Leikfélag Hólmavíkur að biðja þá sem eiga myndir frá undirbúningi og sýningum á leikverkum síðustu tveggja ára, að lána okkur þær til að setja á vef leikfélagsins og má koma þeim til Ásu, Salbjargar eða Svanhildar.