23/12/2024

Frestur í myndakeppni lengdur

Hákarlaverkun á HólmavíkVefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur síðustu viku staðið fyrir ljósmyndasamkeppni undir fyrirsögninni Strandamenn að störfum. Fjöldi skemmtilegra mynda hefur borist og er skilafrestur af því tilefni lengdur til sunnudagsins 6. mars. Myndir skal senda á tölvutæku formi á netfangið strandir@strandir.saudfjarsetur.is. Við hvetjum Strandamenn nær og fjær til að taka þátt í þessu skemmtilega uppátæki og þökkum kærlega fyrir myndir af Strandamönnum og öðru sem okkur hafa verið sendar síðustu daga.