22/12/2024

Frekari hagræðing framundan hjá Strandabyggð

Á vef Strandabyggðar kemur fram að fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir
árið 2011 hefur verið samþykkt og er áætluð niðurstaða neikvæð um rúmar 15 milljónir
króna. Frumvarpið endurspeglar erfiðara rekstrarumhverfi sveitarfélaga og lækkandi
tekjur. Munar þar mestu um lækkandi framlög Jöfnunarsjóðs. Þrátt fyrir þetta leggur sveitarfélagið Strandabyggð áherslu á þróun og uppbyggingu á þeirri
þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á til eflingar lífsgæða íbúa
Strandabyggðar. Þannig vill sveitarfélagið standa vörð um grunnþjónustu
og blómlegt mannlíf.


 
 
Samanlagðar tekjur A- og B- hluta sjóða
sveitarfélagsins eru áætlaðar tæpar 360,7 millj. Samanlögð gjöld A- og B-
hluta sjóða sveitarfélagsins eru áætluð tæpar 350,7 millj. Þegar aðalsjóður
og B-hluta sjóðir sveitarfélagsins eru teknir saman í samstæðureikning
er því gert ráð fyrir tæpum 10 milljónum í hagnað. Þegar fjármagnsgjöld
eru dregin frá er rekstrarniðurstaðan hins vegar áætluð rúmar 15 milljónir í mínus.
 
Unnið
verður að frekari hagræðingu í rekstri allra stofnana
sveitarfélagsins fram á vor, en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir
að endurskoðun fjárhagsáætlunar fari fram þá.