30/10/2024

Framlög úr jöfnunarsjóði

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu um framlög sjóðsins til sveitarfélaganna á árinu 2005 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Stór hluti af þessu framlagi kom til útborgunar 1. september og er ætlað að jafna tekjutap sveitarfélaganna vegna þess að tekjur af fasteignaskatti hafa lækkað. Jöfnunarsjóður er mjög duglegur að upplýsa um starfsemi sína og framlög, en samt er líklegt að fáir geri sér grein fyrir hversu stór hluti tekna sveitarfélaganna hér á Ströndum kemur úr sjóðnum. Hólmavíkurhreppur fær mest sveitarfélaga á Ströndum eða 10,6 miljónir í framlög á þessu ári vegna þessa.

Framlag vegna jöfnunar tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti:

         
  Endanlegt Greitt samkv. Greitt
framlag 2005 áætlun 1.sept.
Árneshreppur  2.896.163 1.705.445 1.190.718  
Kaldrananeshreppur   2.940.919 1.591.201 1.349.718  
Bæjarhreppur 1.522.445 969.911 552.534  
Broddaneshreppur  1.587.857 925.671 662.186  
Hólmavíkurhreppur   10.603.679 6.006.250 4.597.429