22/12/2024

Fótboltaveisla á Café Riis

Eins og allir vita er framundan mikil fótboltaveisla næsta mánuðinn þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta er. Fyrsti leikur er á föstudaginn þegar heimamenn í Þýskalandi leika við Kosta Ríka og hefst sá leikur kl. 16:00. Mótinu lýkur svo mánuði seinna með úrslitaleik þann 9. júlí. Sjónvarpsstöðin Sýn sem er í eigu 365-miðla hefur aldrei náðst á Hólmavík, en þar mun veitingastaðurinn Café Riis standa fyrir mikilli fótboltaveislu og sýna frá öllum leikjum á breiðtjaldi. Öllum er velkomið að mæta þangað og fylgjast með leikjum.

Einnig er sýnt frá HM í fótbolta á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, þannig að menn geta auðveldlega sameinað ferðalag um Strandir og helstu viðburði á heimsmeistaramótinu. Sýn næst á einstaka bæ í Bjarnarfirði og efst í þorpinu á Drangsnesi.