26/12/2024

Fótboltaferð á Ísafjörð

Þessa helgi er fríður flokkur knattspyrnukappa frá Hólmavík og nágrenni á Ísafirði og keppir á haustmóti Boltafélags Ísafjarðar. Keppendur frá Geislanum eru 39 talsins, en jafnframt fylgja margir foreldrar krökkunum. Þorvaldur Hermannsson þjálfari segir að ánægjulegt sé hversu virkir foreldrar eru orðnir í íþróttastarfi barna sinna hér á Ströndum. Hópurinn er væntanlegur heim aftur í dag.