02/01/2025

Flutningabíll valt í Bitrufirði

Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór flutningabíll valt á vegi 68 í Bitrufirði á Ströndum um miðnæturbil. Frá þessu er sagt á visir.is. Björgunarsveit var kölluð út til að bjarga farminum og verður bíllinn svo hífður upp á veginn með morgninum. Tildrög óhappsins liggja ekki fyrir.