12/12/2024

Flutningabíll á hliðina

Flutningabíllinn sem fór út af og valt við Kjörseyri í Hrútafirði í dag var að mæta bíl á einbreiðu malbikinu þegar óhappið varð. Hann var á leið til Ísafjarðar með vörur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Sveinn Karlsson – var á vettvangi og tók þessar myndir sem fylgja. Bílstjórinn telur að skemmdir á bílnum séu óverulegar, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

Ljósmyndir: Sveinn Karlsson