28/05/2024

Flugeldasalan í fullum gangi

Opið verður á flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík til kl. 15:00 í dag. Fólk er minnt á að flugeldasalan er helsta fjáröflun félagsins og ef mönnum líst ekki á veðurútlitið má alltaf kaupa jarðelda í stað flugelda. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is keypti flugeldana í gær og smellti þá meðfylgjandi myndum af glaðbeittum sölumönnunum.