22/12/2024

Flöskusöfnun hjá Ózon

Flöskusöfnun hjá FélagsmiðstöðinniÍ kvöld munu krakkarnir í Félagsmiðstöðinni Ózon ganga í hús og safna flöskum og dósum. Ætti það að vera kærkomið tækifæri til að losa sig við birgðir sem hlaðist hafa upp um jólin og styrkja um leið öflugt félagsstarf krakkanna. Söfnunin hefst klukkan átta og er reiknað með að foreldrar aðstoði krakkana með akstri og talningu.