30/10/2024

Flöskusöfnun á Hólmavík

Nemendafélag Grunnskólans á Hólmavík og Félagsmiðstöðin Ozon standa fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík í kvöld, miðvikudagskvöld. Söfnunin hefst klukkan átta og stendur fram eftir kvöldi. Þeir sem verða ekki heima á þessum tíma, en vilja losna við flöskur og styðja þannig við félagsstarf ungs fólks geta komið flöskunum upp að skóla í dag eða kvöld þar sem krakkarnir verða með aðstöðu meðan söfnunin fer fram.