26/12/2024

Fjör í prófkjöri Samfylkingar

Mikið fjör hefur verið síðustu daga á Kosningavef strandir.saudfjarsetur.is vegna alþingiskosninganna 2007, einkum í tengslum við prófkjör Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi sem fram fer um helgina. Frambjóðendur hafa skrifað þar greinar og birt tilkynningar, auk þess sem stuðningsmenn hafa sent inn stuðningsyfirlýsingar. Kjörstaður verður á Hólmavík eins og víðar í kjördæminu og verður hann opinn frá 12-18 á laugardag og 10-12 á sunnudag.