11/09/2024

Hálkan er varasöm

Veruleg hálka er á hinum ýmsu bílastæðum í þéttbýli á Ströndum og vissara að fara varlega. Þetta á bæði við um bílastæðið við skólann, kaupfélagið, sjoppuna og víðar. Eins er veruleg hálka á ýmsum heimreiðum að sveitabæjum og hliðargötum í þéttbýlinu og getur verið varasamt að fara þar um í roki eins og var í dag. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á Hólmavík í dag og smellti af myndum af fjölförnum bílastæðum við verslunarmiðstöðvar á staðnum.

Planið við Kaupfélagið og sjoppuna – Ljósm. Jón Jónsson