22/12/2024

Fjölmenni á jólaballi á Hólmavík

Jólaball - ljósm. JJÞað var fjölmenni á jólatrésballi á Hólmavík á annan í jólum. Hvorki fleiri né færri en fjórir jólasveinar mættu á staðinn til að gleðja krakkana og gefa þeim mandarínur, hrekkja fólk, syngja og dansa í kringum jólatréð. Jólasveinarnir mættu að þessu sinni í rauðum rússajeppa og hurfu svo aftur út í buskann á sama bíl. Stebbi Jóns spilaði fyrir göngunni miklu í kringum tréð og allir skemmtu sér konunglega, ekki síst börnin sem voru leyst út með sælgætispoka að lokum.

580-jolab4

580-jolab3 580-jolab2

580-jolab1

Jólatrésball á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson