Categories
Frétt

Sirkus á Ströndum

Næstu daga verður Sirkus á ferð um Strandir með sýningu undir yfirskriftinni Shoeboxtour. Þau sem sýna eru sirkuslistamennirnir Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhiainen frá Finnlandi og Erik Aberg frá Svíþjóð. Hópurinn sýndi í Djúpavík á síðasta ári og sýnir nýja dagskrá í þessari heimsókn. Á Hólmavík verður námskeið fyrir börn og unglinga á öllum aldri við Félagsheimilið kl. 18:00 þriðjudaginn 23. júní og sýning í félagsheimilinu um kvöldið kl. 21:00. Aðgangseyrir þar er 1.000.- fyrir 16 ára og eldri, 500.- fyrir yngri. Í Verksmiðjunni í Djúpavík verður síðan sirkussýning miðvikudaginn 24. júní kl. 21.00.