30/10/2024

Fjölgun á Borðeyri

Mjög áhugavert er að skoða þróun þéttbýlis á Ströndum í tölum Hagstofunnar um miðársmannfjölda. Þar kemur fram að Borðeyri er mjög vaxandi þéttbýliskjarni, þar eru nú 33 íbúar og hefur fjölgað um 14 á fjórum árum. Á sama tíma hefur fækkað um 13 íbúa bæði á Hólmavík og Drangsnesi og eru þeir nú 389 á Hólmavík og 84 á Drangsnesi. Á einu ári hefur fækkað um 9 á Hólmavík, 5 á Drangsnesi og fjölgað um 7 á Borðeyri. Fyrir þá sem hafa gaman af talnaleikjum þá má geta þess að ef gert er ráð fyrir sömu sviptingum í íbúaþróun næstu árin, verður Borðeyri orðið fjölmennara en Drangsnes nálægt árinu 2012.

Íbúafjöldi í þéttbýli á Ströndum:

1997

2001

2005

Hólmavík

449

402

389

Drangsnes

103

97

84

Borðeyri

17

19

33