14/09/2024

Fjöldi íbúa Kaldrananeshrepps í sjálfboðavinnu fyrir Bryggjuhátíð

Það er mikið verk að finna rétt nöfn á gömlu myndirnarBryggjuhátíðin á Drangsnesi verður haldinn laugardaginn 21. júlí nk, en Bryggjuhátíðin er nú haldin í 12. sinn. Þau eru ófá verkefnin sem sinna þarf til að hátíðin verði eins til er ætlast og í mörg horn að líta. Bryggjuhátíðin er samstarfsverkefni allra íbúanna á Drangsnesi og koma flestir að henni á einhvern hátt. Sú hefð hefur skapast að þegar nær dregur hátiðinni þá kemur fólk saman nokkur kvöld og vinnur í sjálfboðavinnu hin ýmsu verk sem ljúka þarf af fyrir hátiðina. Vel var mætt á fyrsta vinnukvöldið sem var núna á miðvikudagskvöldið.

Er óhætt að fullyrða að á fáum stöðum er eins vel mætt í sjálfboðavinnu og á Drangsnesi, en auglýsing var send út og tilkynnt um stað og stund. Nálægt 40 manns mættu til vinnu og voru menn á öllum aldri sú yngsta tæplega þriggja ára og sá elsti um sjötugt. Verkefnin voru af ýmsum toga. Vannst svo vel að einhverjir höfðu af því áhyggjur að ekkert yrði eftir til að gera á næstu vinnukvöldum.

Myndirnar skoðaðar

Hjörtur slær illgresið við samkomuhúsið

Kolbrún þvær og pússar gluggana á samkomuhúsinu Baldri

atburdir/2007/580-bryggju-undirb3.jpg

Hvert sem litið er er fólk að störfum við að hreinsa og gera klárt.

atburdir/2007/580-bryggju-undirb1.jpg

Alla og Gógó rýna í myndir meðan Kolbrún og Ragna slá niðurstöðunni inn í tölvuna – ljósm. Jenný