25/04/2024

Fjarnámsveri slegið á frest

Fjarnámsver á Hólmavík sem hefur verið í undirbúningi á vegum Hólmavíkurhrepps og síðan Strandabyggðar síðustu mánuði verður ekki sett á laggirnar fyrr en haustið 2007. Þetta var ákveðið á fundi hreppsnefndar Strandabyggðar í vikunni. Viktoría Rán Ólafsdóttir atvinnufulltrúi gerði könnun á þörf fyrir slíkt námsver í vor og kom í ljós mikill áhugi á að fjarnámsver væri stofnað. Sveitarstjórn Strandabyggðar fékk síðan Kristínu S. Einarsdóttir kennara til að gera tillögu um námsverið nú í haust og skilaði hún skýrslu fyrir skemmstu og lagði þar til að málinu væri flýtt sem kostur væri.