14/09/2024

Fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps

HólmavíkÍ fundargerð frá fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps frá því í gær kemur fram að sveitarstjóri lagði þar fram frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2005. Fór fyrri umræða um áætlunina fram á fundinum. Í fundargerðinni kemur fram "að gert er ráð fyrir nokkrum hækkunum á ýmsum gjöldum til hreppsins."

Hvað framkvæmdir varðar er m.a. gert ráð fyrir fjárfestingum við sparkvöll, vatnsveitu og löndunarkrana. Samþykkt var samhljóða að vísa áætluninni til annarar umræðu.