22/12/2024

Fjalla Eyvindur á Hólmavík

fjallaeyv

Fimmtudagurinn 13. mars er sannkallaður leikhúsdagur á Hólmavík. Í hádeginu verður súpufundur á Café Riis þar sem fjallað verður um Leikfélag Hólmavíkur. Um kvöldið mætir Kómedíuleikhúsið svo á staðinn og sýnir nýjasta leikrit sitt Fjalla-Eyvind á Café Riis fimmtudaginn 13. mars kl. 20. Miðaverð er 2.000.- kr, posi á staðnum. Matur og pizzahlaðborð er í boði á Café Riis á undan. Leikritið hefur hlotið frábærar viðtökur, enda er hér á ferðinni saga eins mesta útlaga þjóðarinnar Fjalla-Eyvindar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Að sýningu lokinni eða kl. 21:07 verður opnuð í Hnyðju sögusýning Leikminjasafns Íslands sem ber yfirskriftina Vestfirsk leiklist. Þar er saga hinnar vestfirsku leiklistar rakin á fróðlegan og skemmtilegan hátt.

Fimmtudagurinn 13. mars er hinn mikli leikhúsdagur á Hólmavík, mætum öll og höfum gaman saman.

vestfirsk leiklist