Categories
Frétt

Bjarni Ómar með tónleika á Players í kvöld

Í kvöld, laugardaginn 29. nóv. kl. 20:30 stundvíslega, verða útgáfutónleikar á Players í Kópavogi vegna disksins Fyrirheit sem Bjarni Ómar Haraldsson á Hólmavík gaf út á dögunum. Bjarni Ómar spilar þar fyrir gesti ásamt Stefáni Jónssyni píanóleikara. Aðgangseyrir verður aðeins kr. 500.- en hægt verður að kaupa diskinn á staðnum og fá hann áritaðan, auk þess sem tilboð verður fyrir tónleikagesti á barnum. Fyrir þá sem ekki eru fastagestir á Players þá er rétt að upplýsa að staðurinn er að Bæjarlind 4 í Kópavogi. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla til mæta á staðinn og eiga góða kvöldstund yfir yndislegri tónlist sem flutt er af frábærum listamönnum.