14/09/2024

Fiskvinnslan Drangur auglýsir eftir starfsfólki

Fiskvinnslan Drangur á Drangsnesi hefur auglýst eftir starfsfólki til í vinnu við grásleppu nú í vor. Í tilkynningu er sérstaklega nefnt að vanti hrausta menn í vinnu við frystitæki. Allar nánari upplýsingar gefur Óskar Torfason framkvæmdastjóri Drangs á Drangsnesi í síma 451-3239. Fiskvinnslan Drangur reið á vaðið með tilraunaverkefni um vinnslu á grásleppu á síðasta ári, en frá og með þessu ári er skylda að koma með alla grásleppu að landi og vinna hana. Grásleppuvertíðin hér um slóðir hefst 20. mars.