20/04/2024

Færð og veður á Ströndum

Veturinn er svo sannarlega að halda innreið sína á Ströndum. Hvíti liturinn setti verulega mark sitt á fjöll við Steingrímsfjörð í morgun, en næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s og slydduéljum, en hægari eftir hádegi. Á morgun verður síðan hæg norðanátt og bjart með köflum. Hiti verður í kringum frostmark. Samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar er þungfært norður í Árneshrepp, en þar er mokstur í gangi. Þorskafjarðarheiði er ófær, Tröllatunguheiði er þungfær og krap og snjór er á Steinadalsheiði. Hálkublettir eru á Ennishálsi og á Selströnd.