19/04/2024

Færð og veður

FærðNú er fært um Steingrímsfjarðarheiði og frá Drangsnesi og suður sýslu, en hálka á vegum og vissara að fara varlega. Ófært er út Langadalsströnd og í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi, en mokstur stendur yfir á báðum leiðum. Ófært er um Bjarnarfjarðarháls og áfram norður í Árneshrepp. Flogið er á Gjögur í dag, ef allt fer að áætlun og fer vélin frá Reykjavík 13:45.

Veðurspá til kl. 18:00 á morgun fyrir Strandir er eftirfarandi: Austlæg átt, 10-15 m/s á annesjum en hægari annars staðar. Dálítil él og frost 2 til 10 stig.